Vilhjálmi strítt þegar brjóstamyndir af Díönu birtust

Díana prinsessa og Karl Bretaprins ásamt sonum sínum, Harry og …
Díana prinsessa og Karl Bretaprins ásamt sonum sínum, Harry og Vilhjálmi. mbl.is/AFP

Vilhjálmi Bretaprins var strítt í skólanum þegar myndir af móður hans, Díönu prinsessu, birtust árið 1996. Það segir fjölmiðlamógúllinn Nicholas Coleridge í nýútkominn sjálfsævisögu sinni, The Glossy years. 

Coleridge segir að Díana hafi sagt honum að eldri sonur hennar, Vilhjálmur sem þá var 14 ára, hafi hringt í hana úr heimavistarskólanum sínum og sagt að bekkjarfélagar hans hafi strítt honum út af myndunum. „Vilhjálmur hringdi í mig frá Eton. Greyið strákurinn, hann er bara fjórtán. Hann var í uppnámi. Hann sagði að strákarnir væru að stríða honum og segðu að brjóstin á mér væru of lítil,“ segir Colerigde að Díana hafi sagt. 

Mynd af Díönu hafði þá nýlega birst í Daily Mail, en á henni er Díana aðeins klædd í sundbrók og því ber að ofan.

Þá segir Coleridge að Díana hafi spurt hann hvað honum fyndist, hvort hún væri með of lítil brjóst. „Ég missti andann og varð jafn rauður í framan og jakki lífvarðanna,“ segir Coleridge í bókinni. Hann segir að hann hafi fullvissað hana um að brjóstin á henni væru fullkomin og að henni hafi liðið betur eftir á.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert