Victoria Beckham segir frá eineltinu

Victoria Beckham ásamt eiginmanni sínum og börnum þeirra.
Victoria Beckham ásamt eiginmanni sínum og börnum þeirra. Skjáskot/Instagram

Tískuhönnuðurinn Victoria Beckham notar erfiðleika sína úr æsku til að kenna börnum sínum að vera góð við aðra. Beckham var lögð í einelti í æsku og að eigin sögn var hún beitt andlegu og líkamlegu ofbeldi. 

Beckham á fjögur börn með eiginmanni sínum David Beckham. Yngsta barn þeirra, Harper, er aðeins 8 ára gömul. „Ég var lögð í einelti í skólanum, andlega og líkamlega, og það er staðreynd að ég get talað við Harper um hvernig eigi að vera góð við aðrar stelpur, ég nota mína eigin reynslu,“ sagði Beckham í viðtali við breska tímaritið Glamour

„Þegar þú eignast börn öðlastu nýtt sjónarhorn á hlutina, maður fattar að þau taka eftir öllu,“ sagði Beckham. Hún hefur reynt að setja þeim fordæmi og vera góð fyrirmynd. „Ég myndi aldrei setjast niður með börnunum mínum og sleppa því að borða, þau verða að sjá mömmu sína borða hollan mat. Maður verður að sýna litla fólkinu hvernig maður á að vera heilbrigður og hamingjusamur með sjálfan sig,“ sagði Beckham.

Hún hefur áður tjáð sig um það einelti sem hún varð fyrir. Hún sagði að grunnskólinn hefði verið „helvíti“ og að krakkar hefðu hent í hana rusli og drasli.

mbl.is