Fáránlegar athugasemdir karla í fæðingum

Sumir karlar vita hreinlega ekki hvað þeir eiga segja þegar …
Sumir karlar vita hreinlega ekki hvað þeir eiga segja þegar konur þeirra fæða börn þeirra. mbl.is/AFP

Sumir menn vita ekki hvað þeir eiga að segja eða gera þegar barnsmæður þeirra eru í miðri fæðingu eða búnar að vera fæða barn í marga klukkutíma. Nokkrar mæður greindu frá skringilegum athugasemdum sem þær fengu frá mönnum sínum á vef Kidspot. 

Einn faðir hrósaði konunni sinni fyrir að hafa fætt barnið án þess að taka verkjatöflur. Staðreyndin var hins vegar sú að konan fékk mænurótardeyfingu. 

„Mér leiðist svo mikið. Heldur þú að það sé Netflix á spítalanum,“ sagði verðandi faðir við kærustu sína eftir að hún hafði verið með mjög mikla samdrætti í níu klukkutíma. 

Hjón sem áttu von á barni höfðu ákveðið að leyfa ekki fjölskyldu sinni að fylgjast með fæðingunni. Maðurinn stakk hins vegar upp á því að bjóða mömmu sinni inn þegar fæðingin var nýbyrjuð þar sem honum fannst fæðingin alls ekki svo slæm. 

Nýfætt barn.
Nýfætt barn. mbl.is/Thinkstockphotos

„Manstu þegar við sáum kú bera á sveitagistiheimilinu? Ég vona að þetta verði ekki eins og það,“ sagði eiginmaður við konuna sína eftir tvo tíma af samdráttaverkjum. Átta klukkutímum síðar kom dóttir þeirra í heiminn og sagðist móðirin finna aðeins meira til með kúnni eftir reynsluna. 

„Hann lítur ekki út eins og ég. Ertu viss um að hann sé minn?“ voru fyrstu orðin sem eiginmaður sagði við konuna sína þegar hann hélt á syni sínum. Hann var að grínast en eftir erfiða fæðingu og bráðakeisara hafði konan engan húmor fyrir svona bröndurum. 

„Guð sé lof! Ég er svo svangur. Ég þarf að fara að borða eitthvað núna,“ sagði maður við eiginkonu sína eftir að dóttir þeirra kom í heiminn. Hann hafði verið hjá konu sinni í alla sjö tímana sem tók að fæða barnið. Hann fór að borða og kom ekki fyrr en klukkutíma seinna. 

„Það er enginn leið að þetta passi,“ sagði maður við konuna sína sem var að rembast og reyna koma barninu þeirra út. Stuðningurinn sem hún fékk var ekki sá sem hún þurfti á að halda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert