Frestaði fæðingunni og fór í handsnyrtingu

Kim Kardashian fór í handsnyrtingu áður en hún fæddi sitt …
Kim Kardashian fór í handsnyrtingu áður en hún fæddi sitt fyrsta barn. mbl.is/AFP

Kim Kardashian fór ekki bara í bikinívax daginn sem hún var sett af stað með sitt fyrsta barn árið 2013 heldur lét hún fresta fæðingunni um tvo tíma til þess að fara í handsnyrtingu. Kardashian rifjaði upp söguna af fæðingunni í hlaðvarpsþætti Johnathan Cheban að því fram kemur á vef People. 

Kardashian rifjaði upp að hafa beðið vin sinn um keyra sig í bikinívax og svo á McDonalds. Cheben rifjaði þá upp að Kardashian hefði ekki getað hreyft sig daginn sem hún átti að fæða barnið. Raunveruleikastjarnan var ekki bara að reyna forðast ljósmyndara sem eltu hana á McDonalds. 

Þegar Kardashian kom heim til sín hringdi læknir sem krafðist þess að hún kæmi upp á spítala til þess að fæða barnið en stjarnan var með meðgöngueitrun. Kardashian var hins vegar ekki tilbúin og bað um tvo tíma til þess að fara í handsnyrtingu. Hún var með vínrauðar neglur sem hún segir að hafi alls ekki passað fyrir stelpufæðingu. 

„Ég virkilega þarf ljósbleikar neglur fyrir fæðinguna,“ hugsaði Kardashian. „Ertu viss um að ég þurfi að fæða núna, getur þú gefið mér tvo tíma,“ sagði Kardashian við lækni sem leyfði henni að koma tveimur tímum seinna, eftir handsnyrtingu. 

Þrátt fyrir að Kardashian væri tilbúin í fæðingu eftir handsnyrtingu var barnsfaðir hennar, Kanye West, það ekki. Á sama tíma var hann á leiðinni til Sviss á listahátíð. Fékk hann skilaboð um að drífa sig strax aftur til Ameríku þegar hann lenti og náði hann fæðingu elsta barns síns að lokum. 

Hjónin eiga saman dótturina North West.
Hjónin eiga saman dótturina North West. mbl.is7AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert