Archie hittir erkibiskup í Afríku

Archie í fangi móður sinnar.
Archie í fangi móður sinnar. mbl.is/AFP

Archie litli Harrison fylgdi foreldrum sínum í heimsókn til erkibiskupsins Desmond Tutu og dóttur hans nú í morgun í opinberri heimsókn fjölskyldunnar til Suður-Afríku. 

Archie virtist vera kátur í heimsókninni og var að sjálfsögðu miðpunktur athyglinnar. Fjölskyldan er í sinni fyrstu opinberu heimsókn eftir fæðingu Archie, en hann er aðeins 5 mánaða gamall. Fjölskyldan heimsótti erkibiskupinn í stofnun hans í Höfðaborg. 

Sá stutti átti ekki að vera mikill hluti af dagskrá foreldranna og var ekki með þeim á viðburðum síðustu tvo daga. 

Tutu er gamall vinur Harrys en þeir hittust síðast árið 2015 í Suður-Afríku en þau hjónin hafa reglulega birt tilvísanir í erkibiskupinn á Instagram-reikningi sínum. 

Archie hittir erkibiskupinn Desmond Tutu.
Archie hittir erkibiskupinn Desmond Tutu. mbl.is/AFP
Sá stutti virðist kátur með erkibiskupinn.
Sá stutti virðist kátur með erkibiskupinn. mbl.is/AFP
Sussex fjölskyldan.
Sussex fjölskyldan. mbl.is/AFP
Archie litli kátur í heimsókninni.
Archie litli kátur í heimsókninni. mbl.is/AFP
mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert