Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fjölga sér

Jórunn Pála varaborgarfulltrúi á von á barni sem og borgarfulltrúinn …
Jórunn Pála varaborgarfulltrúi á von á barni sem og borgarfulltrúinn Egill Þór. Samsett mynd

Það er heldur betur frjósemi á meðal borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um þessar mundir en von er á tveimur börnum fyrir jól. Borgarfulltrúinn Egill Þór Jónsson á von á sínu fyrsta barni með konu sinni sem einnig er varaborgarfulltrúi. Jórunn Pála Jónasdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á einnig von á barni með sínum manni. 

Þau Egill Þór Jónsson borgarfulltrúi og Inga María Hlíðar Thorsteinson varaborgarfulltrúi eiga von á sínu fyrsta barni 15. desember næstkomandi. Inga María er menntuð hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Egill og Inga festu nýverið kaup á eign í Seljahverfinu og eru í þann mund að koma sér fyrir í nýju íbúðinni. 

Þá eiga þau Jórunn Pála Jónasdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi og lögfræðingur, og Valgeir Valgeirsson, frístundaleiðbeinandi og stuðningsfulltrúi, von á sínu fyrsta barni saman  26. október næstkomandi. Valgeir á fyrir tvær dætur og eru fjölskyldan nýflutt inn saman í nýja íbúð í Bryggjuhverfinu. 

Til gamans má geta að verðandi foreldrar sóttu fyrir tilviljun um hjá sömu dagforeldrum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert