Eyþór Ingi og Soffía eignuðust dóttur

Eyþór Ingi Gunnlaugsson eignaðist dóttur með eiginkonu sinni.
Eyþór Ingi Gunnlaugsson eignaðist dóttur með eiginkonu sinni. mbl.is/Árni Sæberg

Söngvarinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson eignaðist dóttur í vikunni með eiginkonu sinni Soffía Ósk Guðmundsdóttur. Eyþór Ingi greindi frá gleðitíðindunum á facebooksíðu sinni og hrósaði Soffíu fyrir þrekvirkið. 

Lítil stúlka skaust í heiminn í gær. Móðir og barni heilsast vel og satt best að segja er Soffía bara eins og hún hafi farið út að skokka. ÉG er miklu meira eins og ÉG hafi verið að eiga barn! Hún er miklu hressari, enda jaxl og fædd í hlutverkið. Í dag eigum við fjórar dásamlegar stelpur saman og mér finnst ég ótrúlega ríkur og heppinn maður!“ Skrifar Eyþór Ingi. 

Barnavefur Mbl.is óskar Eyþóri Inga og Soffíu Ósk til hamingju með stúlkuna. 

mbl.is