Archie í ódýrum smekkbuxum úr H&M

Archie var krúttlegur í smekkbuxunum.
Archie var krúttlegur í smekkbuxunum. mbl.is/AFP

Archie litli Harrison stal athygli allra þegar hann kom fram opinberlega í Suður-Afríku á miðvikudaginn. Archie var eins og hvert annað fimm mánaða gamalt smábarn í krúttlegum smekkbuxum frá H&M. 

Archie klæddist ljósbláum smekkbuxum frá sænska fataframleiðandanum að því fram kemur á vef Daily Mail. Buxunum fylgir stuttermasamfella sem Archie klæddist ekki. Settið kostar ekki nema 12,99 pund eða rétt tæpar tvö þúsund krónur. Sokkarnir sem Archie voru þó ekki frá H&M en þeir voru frá franska merkinu Bonpoint. 

Smekkbuxur sem hæfa konunglegu barni.
Smekkbuxur sem hæfa konunglegu barni. ljósmynd/H&M
Archie og Meghan.
Archie og Meghan. mbl.is/AFP
mbl.is