Dóttir Huffman má taka prófið aftur

Leikkonan Felicity Huffman ásamt eiginmanni sínum William H. Macy.
Leikkonan Felicity Huffman ásamt eiginmanni sínum William H. Macy. AFP

Sophia, dóttir leikkonunnar Felicity Huffman má taka SAT-prófið aftur og getur þar af leiðandi reynt að komast inn í háskóla. 

Huffman játaði fyrir dómi fyrr í þessum mánuði að hafa greitt Rick Singer, 15 þúsund bandaríkjadali til þess að hækka einkunn dóttur sinnar. Hún sat prófið sjálf, en hún fékk lengdan próftíma og eftir á var röngum svörum breytt hjá henni. 

Huffman var dæmd í 14 daga fangelsi, þarf að vinna samfélagsvinnu og greiðir sekt upp á 30 þúsund bandaríkjadali. 

Það hefur ekki verið sannað að Sophie hafi vitað af svindlinu og ekkert í máli Huffman sem gefur það til kynna að hún hafi vitað af því. Miðað við reglur um SAT-próf hefur hún því rétt á að taka prófið aftur.

Ef prófnefndin kemst hinsvegar að því að hún hafi vitað af svindlinu myndi hún aðeins fara í 6 mánaða bann frá því að taka prófið. Sá tími er liðinn, enda meira en 6 mánuðir síðan hún tók prófið. 

mbl.is