Umsjónarmenn Stundarinnar okkar eru 14 ára

Lúkas Emil Johansen og Erlen Ísabella Einarsdóttir eru umsjónarmenn Stundarinnar …
Lúkas Emil Johansen og Erlen Ísabella Einarsdóttir eru umsjónarmenn Stundarinnar okkar.

Stundin okkar er einn ástsælasti sjónvarpsþáttur landsins og jafnframt sá elsti en 53 ár eru síðan þátturinn fór í loftið. Nýir þáttastjórnendur eru Erlen Ísabella Einarsdóttir og Lúkas Emil Johansen. Þau eru bæði 14 ára. 

„Fyrsta Stundin í glænýrri þáttaröð hefur göngu sína sunnudaginn 6. október kl. 18. Þátturinn,
sem er fyrir löngu orðnn órjúfanlegur hluti af sjónvarpi landsmanna, hefur tekið umtalsverðum
breytingum. Nú eru það eingöngu krakkar sem stýra þættinum og hann er byggður upp af
fjölbreyttum smáseríum,“ segir í fréttatilkynningu frá RÚV. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert