Gefur fjögurra ára dótturinni brjóst

Eiginkona Ice-T, Coco, birti mynd af sér á Instagram gefa …
Eiginkona Ice-T, Coco, birti mynd af sér á Instagram gefa dóttur þeirra Chanel brjóst. skjáskot/Instagram

Rapparinn og leikarinn, Ice-T, kom eiginkonu sinni til varnar í vikunni eftir að hún var gagnrýnd fyrir að gefa dóttur þeirra sem er að verða fjögurra ára brjóst. Eiginkona Ice-T, Coco, birti nýlega myndir af sér í einkaþotu gefa dóttur þeirra brjóst.

Ice-T ræddi við TMZ í vikunni. Sagði hann fólk hafa brugðist við myndunum eins dóttir þeirra fengi enga næringu. Sagði rapparinn að dóttir þeirra fengi einstaka sinnum brjóst þegar hún vildi vera náin móður sinni. Hún borðar annars eins og venjulegt barn þar á meðal ostborgara. 

Fyrirsætan Coco skrifaði á Instagram að hún væri þakklát fyrir þá ótrúlegu upplifun að geta gefið brjóst. Coco segist hafa átt erfitt með að gefa brjóst fyrstu vikuna eftir að dóttirin Chanel fæddist og hafi verið við það að gefast upp. Hún ákvað að reyna í eina viku í viðbót og það gekk svo vel að tæplega fjórum árum seinna er hún enn þá að gefa brjóst. Coco lýsir brjóstagfjöfinni sem einskonar vellíðunarathöfn fyrir lúra og á kvöldin. Segist hún vera heppin að dóttir hennar vilji enn brjóst og gerir hún ráð fyrir að verða mjög sorgmædd þegar því tímabili lýkur. 

Coco og Ice-T.
Coco og Ice-T. AFP
mbl.is