Prinsessan fyrsta stjúpmóðirin

Edoardo Mapelli Mozzi á tveggja ára gamlan son og verður …
Edoardo Mapelli Mozzi á tveggja ára gamlan son og verður Beatrice prinsessa því formlega stjúpmamma á næsta ári. mbl.is/AFP PHOTO / BUCKINGHAM PALACE / PRINCESS EUGENIE

Beatrice prinsessa og fjárfestirinn Edoardo Mapelli Mozzi tilkynntu trúlofun sína í vikunni. Prinsessan brýtur ákveðið blað í sögu bresku konungsfjölskyldunnar en hún mun formlega taka við stjúpmóðurtitli þegar hún giftist Mozzi á næsta ári. 

Mozzi á fyrir hinn tveggja ára gamla Christopher Woolf með fyrrverandi unnustu sinni Döru Huang. Huang og Mozzi voru trúlofuð í þrjú og hálft ár áður en upp úr slitnaði. 

Erfingjum bresku krúnunnar hefur gengið ágætlega að komast hjá barneignum fyrir brúðkaup. Prinsessan er sú fyrsta til þess að verða stjúpmóðir í nútímasögu konungsfjölskyldunnar en aðeins elsti sonur Elísabetar Bretadrottningar, Karl Bretaprins, er stjúpforeldri. Kona hans Camilla Parker Bowles átti börnin Tom og Lauru fyrir. Hann tók þó ekki beint þátt í uppeldi þeirra enda voru þau Tom og Laura orðin fullorðin þegar Karl og Camilla giftu sig árið 2005. 

Beatrice og Edoardo Mapelli Mozzi.
Beatrice og Edoardo Mapelli Mozzi. mbl.is/AFP PHOTO / BUCKINGHAM PALACE / PRINCESS EUGENIE
mbl.is