Af hverju spyr hún börnin hversu mikið þau elski hana?

Kim Kardashian West vekur athygli að vanda.
Kim Kardashian West vekur athygli að vanda. mbl.is/AFP

Kim Kardashian West er dugleg að birta ljósmyndir af sér og börnunum á samfélagsmiðlum. Nýverið birti hún myndband af sér með börnunum þar sem hún spyr þau hversu mikið þau elski hana. Viðbrögðin létu ekki standa á sér og virðast stjörnurnar fá það óþvegið frá fylgjendum sínum ef svo ber undir. 

„Ég er svolítið ringluð. Af hverju er hún að spyrja börnin svona mikið um hvað þau elska hana, en segir ekki sjálf við þau að hún elski þau? Hún virðist vera eilítill „narsasisti“ og er að gera þetta fyrir eigið sjálf. Mér finnst þetta sorglegt,“ skrifar einn fylgjenda hennar. 

Það getur verið vandasamt að ala upp börn í sviðsljósinu og ekki ljóst hver áhrifin eru til lengri tíma. Kim Kardashian West er vön slíku uppeldi sjálf og virðist ekki ætla að gefa börnum sínum öðruvísi uppeldi. 

View this post on Instagram

My babies ✨⭐️💫

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Sep 19, 2019 at 11:09am PDT

mbl.is