Veikindi vinkonunnar hvöttu hana til að gera betur

Sarah Michelle Gellar hefur lært mikið af vinkonu sinni.
Sarah Michelle Gellar hefur lært mikið af vinkonu sinni. Getty Images

Leikkonan Sarah Michelle Gellar sagði að veikindi vinkonu hennar, Selmu Blair, hefðu gefið henni nýja sýn á móðurhlutverkið og hvatt hana til að gera betur. 

Gellar og Blair eru nánar vinkonur en Blair greindist með MS-sjúkdóminn í október í fyrra. Hún hefur verið mjög opinská með veikindi sín og bata á samfélagsmiðlum. Gellar á tvö börn með eiginmanni sínum Freddie Prince Jr. en Selma 8 ára gamlan son.

„Það eru stundir þar sem ég er þreytt og barnið mitt vill byggja eina lest í viðbót. Það síðasta sem mig langar að gera er að setjast á gólfið að byggja lestir. Þá hugsa ég með mér „Hvað myndi Selma gera ef hún gæti bara sest á gólfið og byggt lestir?“,“ sagði Gellar.

„Ég verð að hugsa um það og muna eftir styrknum sem hún hefur til þess að vakna kl. 6 á morgnana til að fara í sund með syni sínum þegar hann vill það. Þegar ég myndi segja krökkunum mínum að drullast aftur í rúmið því klukkan er 6 um morgun. Hún veiti mér innblástur og ég læri mikið af henni, þetta er lærdómur um vináttu og að geta beðið um hjálp og um alla þessa hluti sem maður veit ekki að maður er fær um,“ sagði Gellar.

Hún segir vinkonu sína vera algerlega magnaða og vera að takast á við MS-sjúkóminn. 

Selma Blair er með MS-sjúkdóminn.
Selma Blair er með MS-sjúkdóminn. mbl.is/AFP
mbl.is