Dóttir Marínar Möndu og Hannesar skírð í gær

Hannes Frímann Hrólfsson og Marín Manda Magnúsdóttir.
Hannes Frímann Hrólfsson og Marín Manda Magnúsdóttir.

Dóttir Marínar Möndu Magnúsdóttur og Hannesar Frímanns Hrólfssonar fékk nafn í gær. Skírnin fór fram á heimili þeirra og var það séra Pálmi Matthíasson sem gaf barninu nafn.

Dóttirin kom í heiminn 15. ágúst síðastliðinn og því ekki úr vegi að skíra hana. Hún fékk nafnið Thelma Hrönn. Skírnarveislan var hin glæsilegasta en Ragnheiður Gröndal söng fyrir gesti og Guðmundur Pétursson spilaði á gítar. Boðið var upp á glæsilegar veitingar frá Jómfrúnni og einstaklega fallegar kökur. 

mbl.is