Kraftaverk að hafa eignast soninn svona seint

Gwen Stefani á þrjá syni.
Gwen Stefani á þrjá syni. mbl.is/APF

Tónlistarkonan Gwen Stefani segir það vera kraftaverk að hún hafi getað eignast yngsta son sinn svo seint. Stefani á þrjá syni en hún eignaðist þann yngsta, Apollo, þegar hún var 44 ára. 

Stefani, sem verður 50 ára í október, á sem fyrr segir þrjá syni með fyrrverandi eiginmanni sínum Gavin Rossdale. Þau skildu árið 2015 en sama ár byrjaði hún með núverandi kærasta sínum, Blake Shelton.

„Ég hélt að ég færi ekki aftur í forskólann því ég átti hann svo seint. Hann var svo óvænt kraftaverk til að byrja með, þannig að ég er bara að reyna að njóta hverrar stundar,“ sagði Stefani í viðtali við Hoda Kotb

Hún segir að Shelton hafi tekið þátt í uppeldi drengjanna frá því að þau byrjuðu saman. „Hann hjálpar mikið. Staðan er þannig að ég get ekki beðið eftir að hann komi heim og hjálpi mér með þá,“ sagði Stefani.

View this post on Instagram

@blakeshelton #countrymusicfreakstour gx

A post shared by Gwen Stefani (@gwenstefani) on Mar 14, 2018 at 3:28pm PDT



mbl.is