Salka Sól fór í „öðruvísi“ bumbumyndatöku

Salka Sól og Arnar Freyr eiga von á barni.
Salka Sól og Arnar Freyr eiga von á barni. mbl.is/​Freyja Gylfa

Söngkonan Salka Sól Eyfeld fór í bumbumyndatöku á dögunum en hún og eiginmaður hennar, Arnar Freyr Frostason, eiga von á dóttur í vetur. Salka birti myndirnar á samfélagsmiðlum sínum og skrifaði á Facebook að hún hafi ákveðið að skella í „öðruvísi“ bumbumyndatöku. 

Þegar besta vinkona þín er ljósmyndari fær maður geggjaðar óléttumyndir,“ skrifaði Salka Sól einnig á Instgram um myndatökuna. Átti hún þar við ljósmyndarann Eygló Gísladóttur sem tók myndirnar.

Á myndunum má sjá Sölku Sól í fallegum stuttum silkiflíkum. Á nokkrum myndum má sjá hana með eins konar geislabaug sem minnir á söngkonuna Beyoncé sem skartaði gylltum geislabaug þegar hún kom fram á Grammy-verðlaunahátíðinni árið 2017 þá ólétt af tvíburum sínum. 

Beyoncé kom fram árið 2017 ólétt með geislabaug.
Beyoncé kom fram árið 2017 ólétt með geislabaug. AFP

Ekki er víst hvort að markmiðið hafi verið að vísa í útlit Beyoncé fyrir rúmlega tveimur árum. Söngkonurnar tvær eiga það þó sameiginlegt að syngja eins og englar og vera gullfallegar óléttar. 

View this post on Instagram

Beib og barn vol.I 🌺🌺🌺

A post shared by 🔸S A L K A 🔸 S Ó L 🔸 (@salkaeyfeld) on Sep 27, 2019 at 9:14am PDT
mbl.is