Hefur ekki áhyggjur af því þegar sonurinn fer að heiman

Hurley ásamt syni sínum Damien.
Hurley ásamt syni sínum Damien. AFP

Leikkonan Elizabeth Hurley hefur ekki miklar áhyggjur af því þegar sonur hennari Damien fer að heiman. Hurley segir það einfaldlega vera hluta af lífinu og að hún muni ekki finna fyrir tómleikatilfinningu. 

„Foreldrar þarfnast þess að litlu fuglarnir þeirra fljúgi úr hreiðrinu einn daginn,“ sagði Hurley í viðtali við UsWeekly. Sonur hennar Damien er 17 ára gamall en hann átti hún með viðskiptamanninum Steve Bing. 

„Hann er frábært barn. Hann er enn þá í skóla þannig að hann vinnur þegar hann er í fríi, en heilt á litið vona ég að hann sé að leggja hart að sér í skólanum einmitt núna. Hans tími mun koma og mér finnst frábært að hann sé byrjaður að reyna fyrir sér í tískubransanum,“ sagði Hurley.

mbl.is