Segir Paris Hilton verða ótrúlega móður

Nicky Hilton Rothschild og Paris Hilton.
Nicky Hilton Rothschild og Paris Hilton. AFP

Hótelerfinginn Nicky Hilton Rothschild segir að systir hans, Paris Hilton, verði ótrúleg móðir og hlakkar til dagsins sem hún verður móðir. Plötusnúðurinn og fyrrverandi raunveruleikastjarnan Paris Hilton á þó ekki von á barni svo vitað sé. 

Hilton Rothschild tjáði sig um hugmyndina um systur sína í móðurhlutverkinu í viðtali við Us Weekly á dögunum. Paris Hilton er 38 ára og elsta barn foreldra sinna en á ekki barn. Sjálf á Nicky Hilton Rothschild tvö börn með eiginmanni sínum og bróðir systranna, Barron Hilton II, á von á barni með eiginkonu sinni. 

„Ég held að hún verði ótrúleg móðir,“ sagði Nicky Hilton. „Paris er sjálf eins og stórt barn. Svo ég held að hún verði ótrúleg móðir einn daginn.“

Nicky Hilton segir að dætrum sínum finnist systir hans vera eins og dúkka en svo virðist sem Paris Hilton sé frábær í frænkuhlutverkinu. 

„Þegar hún heimsækir New York fer ég með þær í íbúðina hennar og þær bara horfa á dúkkurnar hennar og glingrið og stytturnar og litlu hundana hennar og þeim líður eins og í himnaríki.“

View this post on Instagram

Auntie P 💘

A post shared by Nicky Rothschild (@nickyhilton) on Sep 16, 2019 at 3:35pm PDTmbl.is