Barnið komið í heiminn eftir morðhótanir

Nick Carter varð faðir í annað sinn en kona hans …
Nick Carter varð faðir í annað sinn en kona hans fæddi barn þeirra á dögunum. Skjáskot/Instagram

Backstreet Boys-stjarnan Nick Carter eignaðist sitt annað barn þegar eiginkona hans Lauren Kitt fæddi barn þeirra að því fram kemur á vef People. Fyrir áttu hjónin þriggja ára gamlan son. 

Mikið hefur gengið á síðustu vikur og daga hjá Nick Carter en bróðir hans, Aaron Carter, hótaði að drepa ólétta mágkonu sína og ófætt barn hennar. 

„Í ljósi ógn­vekj­andi hegðunar hans og þeirr­ar játn­ing­ar hans að hann hugsi um að drepa ólétta eig­in­konu mína og ófætt barn okk­ar höf­um við engra kosta völ til þess að tryggja ör­yggi okk­ar og fjöl­skyld­unn­ar. Við elsk­um bróður okk­ar og von­um inni­lega að hann sæki sér þá hjálp sem hann þarf áður en hann skaðar sjálf­an sig eða aðra,“ sagði Nick Carter í september. Hinir nýbökuðu foreldrar ásamt systur þeirra Nicks og Aarons Carters fengu nálgunarbann gegn Aaron Carter í kjölfarið. 

mbl.is