„Ekki einu sinni óléttar konur mega vera feitar“

Margrét Erla Maack og Tómas Steindórsson eiga von á barni ...
Margrét Erla Maack og Tómas Steindórsson eiga von á barni saman. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir

Fjöllistakonan Margrét Erla Maack á von á sínu fyrsta barni á næstu dögum. Margrét Erla hefur verið dugleg að ræða málefni tengd meðgöngunni á samfélagsmiðlum þar á meðal hugmyndir fólks um vaxtarlag kvenna á meðgöngu. Segir Margrét Erla í nýjum tístum á Twitter að svo virðist sem óléttar konur megi ekki einu sinni vera feitar. 

Nokkrir ljósmyndarar höfðu samband við mig á meðgöngu og buðu mér myndatöku. Sem ég skil - ég á fullt af flottum búningum og er til í alls konar flipp,“ tísti Margrét Erla. 

Margrét Erla var upptekin í allt sumar sem þótti ekki nógu gott. Segir hún að ljósmyndararnir hefðu gefið í skyn að hún yrði orðin of stór fyrir myndatöku ef hún færi í myndatöku seinna en Margrét Erla á von á sér á næstu dögum. 

„Ég var hins vegar á þönum allan júní og júlí og í flutningum í ágúst. Allir brugðust við með að segja: Já, sko þetta má ekki vera of seint, þú mátt ekki vera orðin of stór. Ekki einu sinni óléttar konur mega vera feitar. Já ok.“mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu