„Ekki einu sinni óléttar konur mega vera feitar“

Margrét Erla Maack og Tómas Steindórsson eiga von á barni …
Margrét Erla Maack og Tómas Steindórsson eiga von á barni saman. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir

Fjöllistakonan Margrét Erla Maack á von á sínu fyrsta barni á næstu dögum. Margrét Erla hefur verið dugleg að ræða málefni tengd meðgöngunni á samfélagsmiðlum þar á meðal hugmyndir fólks um vaxtarlag kvenna á meðgöngu. Segir Margrét Erla í nýjum tístum á Twitter að svo virðist sem óléttar konur megi ekki einu sinni vera feitar. 

Nokkrir ljósmyndarar höfðu samband við mig á meðgöngu og buðu mér myndatöku. Sem ég skil - ég á fullt af flottum búningum og er til í alls konar flipp,“ tísti Margrét Erla. 

Margrét Erla var upptekin í allt sumar sem þótti ekki nógu gott. Segir hún að ljósmyndararnir hefðu gefið í skyn að hún yrði orðin of stór fyrir myndatöku ef hún færi í myndatöku seinna en Margrét Erla á von á sér á næstu dögum. 

„Ég var hins vegar á þönum allan júní og júlí og í flutningum í ágúst. Allir brugðust við með að segja: Já, sko þetta má ekki vera of seint, þú mátt ekki vera orðin of stór. Ekki einu sinni óléttar konur mega vera feitar. Já ok.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert