Kardashian-Jenner-systur gera ekki forsjársamninga

Travis Scott, Stormi Webster og Kylie Jenner í lok ágúst.
Travis Scott, Stormi Webster og Kylie Jenner í lok ágúst. AFP

Hvorki Khloé Kardashian, Kourtney Kardashian né Kylie Jenner hafa gert formlega forsjársamninga um börn sín. 

Jenner hætti nýlega með barnsföður sínum, Travis Scott, en saman eiga þau eina dóttur. Heimildir herma að Jenner muni ekki fara þá leið að gera formlegan samning við hann um hvernig forræði dóttur þeirra skuli hagað. 

Eldri systir hennar Khloé hætti einnig í sambandi með barnsföður sínum, Tristan Thompson, á þessu ári. Þau gerðu ekki samning um forræði dóttur sinnar.

Khloé Kardashian gerði ekki samning við barnsföður sinn.
Khloé Kardashian gerði ekki samning við barnsföður sinn. Skjáskot/Instagram

Kourtney Kardashian á þrjú börn með Scott Disick. Þau hafa ekki gert neinn samning heldur og ala upp börnin sín saman. 

Bróðir þeirra systra, Rob Kardashian, hefur hins vegar fundið sig knúinn til að gera samning við barnsmóður sína Blac Chyna um forræði yfir dóttur þeirra. Mikið hefur gengið á hjá parinu fyrrverandi síðan þau hættu saman og reglulega fer allt í háaloft hjá þeim út af forræði yfir dóttur þeirra. 

Scott Disick og Kourtney Kardashian eru góðir vinir í dag. …
Scott Disick og Kourtney Kardashian eru góðir vinir í dag. Þau eru skilin að skiptum en ala börnin upp í mikilli vinsemd og virðingu.
mbl.is