Salka Sól óð með prjónana

Salka Sól er orðin prjónaóð.
Salka Sól er orðin prjónaóð. mbl.is/​Freyja Gylfa

Tónlistarkonunni Sölku Sól er greinilega margt til listanna lagt því ekki bara syngur hún eins og engill, hún prjónar einstaklega fallegar flíkur. 

Salka sýndi afrakstur síðustu vikna á Instagram í vikunni, en hún hefur prjónað bæði stuttbuxur og smekkbuxur. Hún segist ekki hafa haft trú á sér í fyrstu að hún gæti prjónað, en eftir nokkur You Tube-kennslumyndbönd hafi þetta tekist. 

Söngkonan er stolt af flíkunum og segir að sennilega muni hún segja öllum í óspurðum fréttum að hún hafi prjónað þetta sjálf. Salka Sól og eiginmaður hennar, rapparinn Arnar Freyr Frostason, eiga von á lítilli stúlku í vetur og verður sú stutta greinilega vel klædd.

Einstaklega myndarlegar stuttbuxur úr smiðju Sölku Sólar.
Einstaklega myndarlegar stuttbuxur úr smiðju Sölku Sólar. Skjáskot/Instagram
Salka Sól prjónaði þessar ljómandi fínu smekkbuxur á dóttur sína.
Salka Sól prjónaði þessar ljómandi fínu smekkbuxur á dóttur sína. Skjáskot/Instagram
mbl.is