Héldu fæðingunni leyndri í 2 mánuði

Þriðja barn þeirra hjóna er komið í heiminn.
Þriðja barn þeirra hjóna er komið í heiminn. AFP

Þriðja barn leikarhjónanna Blake Lively og Ryan Reynolds er komið í heiminn. Samkvæmt heimildum E! News kom það í heiminn fyrir tveimur mánuðum og hafa þau náð að halda því leyndu allan þann tíma. 

Nafn og kyn barnsins hefur ekki verið gefið út opinberlega en fyrir eiga þau tvær dætur fæddar 2014 og 2019. Lively kom öllum að óvörum fyrr á árinu þegar hún mætti ólétt á frumsýningu Pokemon Detecti­ve Pikachu í maí. 

Þau Lively og Reynolds hafa aldrei birt myndir af dætrum sínum á samfélagsmiðlum og eru mikið út af fyrir sig. Reynolds hefur þó látið eitt og annað falla um dætur sínar bæði í viðtölum og á samfélagsmiðlum. 

mbl.is