Spretthörðustu konur heims eru mæður

Nia Ali með dóttur sína Yuri eftir sigurinn.
Nia Ali með dóttur sína Yuri eftir sigurinn. AFP

HM í frjálsum íþróttum lauk á sunnudaginn. Frjálsíþróttakonur á mótinu sýndu að konur geta vel snúið aftur í fremstu röð eftir meðgöngur og fæðingar. Nokkrar mæður fóru heim með gull af mótinu í spretthlaupum.  

Á sunnudaginn vann hin bandaríska Nia Ali 100 metra grindahlaup kvenna. Ali á ekki bara eitt barn heldur tvö. Eftir sigurinn fagnaði hún með börnum sínum, hinum fjögurra ára Titus og hinni 16 mánaða gömlu Yuri. 

„Bara af því að þú ert mamma þýðir ekki að þú getur ekki komið hingað og haldið áfram að vera íþróttamaður líka, heimsklassa íþróttamaður,“ sagði Ali á heimsmeistaramótinu að því er fram kemur á vef NBC. Er hún viss um að þetta afrek hennar eigi eftir að hvetja dóttur sína áfram. 

Spretthlauparinn Shelly-Ann Fraser-Pryce frá Jamaíka vann 100 metra hlaup kvenna. Fraser-Pryce sem verður 33 ára á árinu eignaðist soninn Zyon fyrir tveimur árum.

Shelly-Ann Fraser-Pryce fagnaði með syni sínum.
Shelly-Ann Fraser-Pryce fagnaði með syni sínum. AFP

Bandaríska hlaupagoðsögnin Allyson Fel­ix vann gullverðlaun í 4x400 metra boðhlaupi í blönduðum flokki og hjálpaði bandarísku kvennasveitinni í sömu grein að komast í úrslit. Felix eignaðist dóttur í nóvember í fyrra en þá kom dóttir hennar í heiminn með bráðakeisara átta vikum fyrir tímann. 

Minna en ár er síðan Allyson Felix eignaðist sitt fyrsta …
Minna en ár er síðan Allyson Felix eignaðist sitt fyrsta barn. AFP
mbl.is