Kardashian West lét skíra börnin í Armeníu

Kim Kardashian West með Psalm 4 mánaða, Chicago 20 mánaða, …
Kim Kardashian West með Psalm 4 mánaða, Chicago 20 mánaða, Saint 3 ára og North 6 ára. Skjáskot/Instagram.

Þrjú yngstu börn Kim Kardashian West og Kanye West, þau Psalm, Chicago og Saint voru öll skírð í Armeníu á mánudag. 

Kardashian West er þar stödd með systur sinni Kourtney Kardashian og þremur börnum hennar en þær eru í tökum fyrir raunveruleikaþátt sinn Keeping Up With The Kardashians. 

Elsta dóttir Kardashian West-hjónanna, North, var skírð árið 2015 í St. James Cathedral í armenska hluta Jerúsalem. Faðir Kardashian West, Rob Kardashian heitinn, var ættaður frá Armeníu. 

Þau hjónin tala reglulega opinskátt um trúarlíf sitt, en West heldur úti vikulegum messum á sunnudögum. Kardashian West segir alla velkomna í messurnar óháð trúarskoðunum og að vinkonur hennar sem eru múslimar og gyðingar komi reglulega í messurnar. 

mbl.is