Reynir að fagna breytingum á meðgöngunni

Ashley Graham er ólétt.
Ashley Graham er ólétt. AFP

Fyrirsætan Ashley Graham reynir að taka breytingum á líkama sínum opnum örmum á hverjum degi.  

Fyrirsætan birti myndband af nöktum líkama sínum á Instagram nýlega þar sem hún sýnir stækkandi líkama sinn og allar þær breytingar sem meðganga hefur í för með sér. „Að verða stærri og stærri og reyni að taka nýja líkamanum mínum með opnum örmum á hverjum degi. Þetta er ferðalag og ég er svo þakklát fyrir að finna fyrir miklum stuðningi,“ skrifaði Graham undir myndbandið. 

Hin þrítuga Graham á von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum Justin Ervin til níu ára. Hún tilkynnti um óléttuna snemma í ágúst.

mbl.is