Börn Friðriks send til útlanda í skóla

Friðrik og Mary ásam tvíburunum Vincent og Josephine þegar tvíburarnir ...
Friðrik og Mary ásam tvíburunum Vincent og Josephine þegar tvíburarnir hófu skólagöngu árið 2017. AFP

Börn Friðriks krónprins Danmerkur og Mary krónprinsessu munu hefja nám í Sviss á næsta ári. Þetta staðfestir fjölmiðlafulltrúi dönsku hirðarinnar við danska miðilinn

Avisen

. Kristján prins, Ísa­bella prins­essa, Vincent prins og tví­bura­syst­ir hans, prins­ess­an Josephin, munu stunda nám við alþjóðlegan skóla í Sviss.

Fjölmiðlafulltrúinn vill ekki staðfesta hvar og hversu lengi börnin munu vera í Sviss. Fjölskyldan er þó sögð þekkja landið vel enda eru þau dugleg að fara í skíðafrí þangað á veturna. 

Svissneskir skólar eru þekktir fyrir að vera góðir og munu börnin ef til vill efla tungumálakunnáttu sína í leiðinni. Það er ekki óvenjulegt fyrir börn í dönsku konungsfjölskyldunni að stunda nám erlendis en á sínum tíma fóru þeir Friðrik og Jóakim bróðir hans í heimavistarskóla til Frakklands.

Börnin eru ekki þau einu í dönsku konungsfjölskyldunni sem munu dvelja utan Danmerkur en Jóakim Danaprins, bróðir Friðriks, flutti til Frakklands á árinu þar sem hann hóf nám við sérstakan herskóla. 

mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu