Börn Friðriks send til útlanda í skóla

Friðrik og Mary ásam tvíburunum Vincent og Josephine þegar tvíburarnir …
Friðrik og Mary ásam tvíburunum Vincent og Josephine þegar tvíburarnir hófu skólagöngu árið 2017. AFP
Börn Friðriks krónprins Danmerkur og Mary krónprinsessu munu hefja nám í Sviss á næsta ári. Þetta staðfestir fjölmiðlafulltrúi dönsku hirðarinnar við danska miðilinn Avisen. Kristján prins, Ísa­bella prins­essa, Vincent prins og tví­bura­syst­ir hans, prins­ess­an Josephin, munu stunda nám við alþjóðlegan skóla í Sviss.

Fjölmiðlafulltrúinn vill ekki staðfesta hvar og hversu lengi börnin munu vera í Sviss. Fjölskyldan er þó sögð þekkja landið vel enda eru þau dugleg að fara í skíðafrí þangað á veturna. 

Svissneskir skólar eru þekktir fyrir að vera góðir og munu börnin ef til vill efla tungumálakunnáttu sína í leiðinni. Það er ekki óvenjulegt fyrir börn í dönsku konungsfjölskyldunni að stunda nám erlendis en á sínum tíma fóru þeir Friðrik og Jóakim bróðir hans í heimavistarskóla til Frakklands.

Börnin eru ekki þau einu í dönsku konungsfjölskyldunni sem munu dvelja utan Danmerkur en Jóakim Danaprins, bróðir Friðriks, flutti til Frakklands á árinu þar sem hann hóf nám við sérstakan herskóla. 

mbl.is