Eignaðist fyrsta barnið 44 ára

Natalie Imbruglia með son sinn enn í maganum.
Natalie Imbruglia með son sinn enn í maganum. Skjáskot/Instgram

Na­talie Imbruglia eignaðist son á dögunum en söngkonan greindi frá því í vikunni að sonurinn Max Valentine Imbruglia væri kominn í heiminn. Imbruglia er 44 ára gömul og er þetta hennar fyrsta barn. 

„Velkominn í heiminn... Max Valentine Imbruglia,“ skrifaði söngkonan á Instagram og sagði hjarta sitt vera að springa. 

Imbruglia sem sló fyrst í gegn í Nágrönnum og gerði svo garðinn frægan með laginu Torn greindi frá komu væntanlegs erfingja í sumar. Með fæðingu barnsins er langþráður draumur Imbruglia orðinn að veruleika. Greindi hún frá því í sumar að þessi draumur væri við það að verða að veruleika með hjálp gjafasæðis og tæknifrjóvgunar. 

View this post on Instagram

Welcome to the world.. Max Valentine Imbruglia 💙 My heart is bursting 🥰🥰🥰 #myboy

A post shared by natalie_imbruglia (@natalie_imbruglia) on Oct 8, 2019 at 3:18pm PDT

mbl.is