Átti barnið í leyni og mætti á rauða dregilinn

Keira Knightley var ekki ólétt á frumsýningunni í gær.
Keira Knightley var ekki ólétt á frumsýningunni í gær. AFP

Leikkonan Keira Knightley er búin að eiga sitt annað barn og mætti á frumsýningu nýjustu myndar sinnar, Official Secrets, í London í gærkvöldi. 

Knightley hefur gengið vel að leyna bæði óléttunni og fæðingu barnsins, en hún mætti kasólétt í kokteilboð á vegum Chanel í maí síðastliðnum. Hún hefur ekki formlega tilkynnt um komu barnins í heiminn. 

Þetta er hennar annað barn en fyrir á hún 4 ára dótturina Edie með eiginmanni sínum James Righton. 

Knightley klæddist fallegum hvítum púffkjól.
Knightley klæddist fallegum hvítum púffkjól. AFP
mbl.is