Ósættið við soninn átakanlegt fyrir Pitt

Maddox vill ekkert hafa með pabba sinn að gera.
Maddox vill ekkert hafa með pabba sinn að gera. ROBYN BECK

Leikarinn Brad Pitt er sagður harma það mjög að ósættið við son hans hafi gengið svo langt. Samkvæmt heimildum Us Weekly vill elsti sonur hans og Angelinu Jolie, Maddox, lítið með hann hafa og vill ekki tala við hann. 

Pitt og Maddox rifust heiftarlega fyrir tæpum þremur árum og er það sögð ástæðan fyrir því að þeir feðgar talist ekki við. Heimildarmaður Us Weekly segir Pitt finnast það átakanlegt að missa af samskiptum við son sinn. 

Maddox flutti til Suður-Kóreu í upphafi haustsins en hann gengur þar í háskóla. Jolie fylgdi syni sínum til Kóreu og skoðaði skólann með honum. Pitt var hins vegar ekki með í förinni. Hann er sagður vongóður um að þeir feðgar muni sættast áður en langt um líður. 

mbl.is