Frægustu stjúpforeldrarnir í Hollywood

Kate Bosworth og Michael Polish.
Kate Bosworth og Michael Polish. AFP

Fjölskyldur geta verið alls konar og það veit okkar allra besta fólk í Hollywood líka. Þar má finna ýmiss konar fjölskyldur og eru fjölskyldutengslin mismunandi. Þetta eru frægustu stjúpforeldrarnir í Hollywood. 

Kate Bosworth

Bosworth á eina stjúpdóttur með eiginmanni sínum Michael Polish sem hún giftist árið 2013.

Jada Pinkett Smith fékk einn son í kaupbæti.
Jada Pinkett Smith fékk einn son í kaupbæti. mbl.is/AFP

Jada Pinkett Smith

Will Smith átti soninn Trey Smith úr fyrra hjónabandi sínu með Sheree Zampino.

Eiginkona Matt Damon átti eina dóttur áður en hún kynntist …
Eiginkona Matt Damon átti eina dóttur áður en hún kynntist honum. Frederick M. Brown

Matt Damon

Matt Damon er stjúppabbi Alexiu Barroso, dóttur eiginkonu sinnar Luciana Barroso. 

Kelly Clarkson.
Kelly Clarkson. AFP

Kelly Clarkson

Eiginmaður Clarkson, Brandon Blackstock, átti tvö börn, þau Seth og Savönnuh í fyrra hjónabandi sínu. 

Barbra Streisand giftist James Brolin árið 1998.
Barbra Streisand giftist James Brolin árið 1998. FRED PROUSER

Barbra Streisand

Þegar leikkonan gekk að eiga James Brolin árið 1998 eignaðist hún stjúpsoninn Josh Brolin auk tveggja systkina hans. 

Caitlyn Jenner átti fjögur stjúpbörn um tíma.
Caitlyn Jenner átti fjögur stjúpbörn um tíma. Frederick M. Brown

Caitlyn Jenner

Caitlyn Jenner var stjúpa Kourtney, Khloé, Kim og Rob Kardashian þegar hún var gift Kris Jenner. 

Keith Urban er stjúppabbi barnanna sem Nicole Kidman átti með …
Keith Urban er stjúppabbi barnanna sem Nicole Kidman átti með Tom Cruise. mbl.is/AFP

Keith Urban

Tónlistarmaðurinn Keith Urban er stjúppabbi Connor og Isabella Cruise, sem Nicole Kidman átti í fyrra hjónabandi sínu með Tom Cruise.

Eva Longoria á einn son og fjögur stjúpbörn.
Eva Longoria á einn son og fjögur stjúpbörn. mbl.is/AFP

Eva Longoria

Eiginmaður Longoriu, José Bastón, átti fjögur börn með fyrri eiginkonu sinni Nataliu Esperón.

Eiginkona Jason Momoa, Lisa Bonet, átti dóttur sína með Lenny …
Eiginkona Jason Momoa, Lisa Bonet, átti dóttur sína með Lenny Kravitz. AFP

Jason Momoa

Leikarinn er stjúppabbi leikkonunnar Zoé Kravitz sem eiginkona hans Lisa Bonet átti með tónlistarmanninum Lenny Kravitz.

Gabrielle Union og Dwyane Wade ásamt dóttur sinni en Wade …
Gabrielle Union og Dwyane Wade ásamt dóttur sinni en Wade á þrjá syni fyrir. AFP

Gabrielle Union

Leikkonan Gabrielle Union eignaðist þrjá stjúpsyni þegar hún gekk að eiga körfuboltamanninn Dwayne Wade.

mbl.is