Stríðir fólki með skrítnum barnanöfnum

Anne Hathaway er stríðnispúki.
Anne Hathaway er stríðnispúki. AFP

Leikkonan Anne Hathaway segist elska að rugla í fólki þegar það spyr hvað ófætt barn hennar eigi að heita. Hathaway gengur nú með sitt annað barn og segist hafa gert þetta á fyrri meðgöngunni líka. 

Þegar fólk spyr hana hvað barnið eigi að segja er hún búin að finna upp á skrítnu nafni sem ómögulegt að bera fram. Eiginmaður hennar, Adam Shulman, er með í gríninu og halda þau andliti allan tímann. 

Fyrir son sinn, sem heitir Jonathan í raunveruleikanum völdu þau nafnið Quandré. Síðan þegar fólk reyndi að bera nafnið rétt fram leiðrétta þau fólkið. Fyrir barnið sem hún gengur nú með hafa þau valið nafnið Africa nema með löngu a-i svo það er borið fram „Ahhhhfrica.“ 

mbl.is