Samband við ömmur og afa bráðnauðsynlegt

Ömmur eru ekki bara bestar heldur líka nauðsynlegar.
Ömmur eru ekki bara bestar heldur líka nauðsynlegar. mbl.is/colourbox.dk

Ömmur og afar skipta nú enn meira máli í lífi barnabarna sinna en áður. Rannsókn á vegum Oxford-háskóla sýnir fram á að börn sem vörðu miklum tíma með ömmum og öfum hefðu það betra en börn sem áttu verra samband við ömmur sínar og afa. 

Yfir 1.500 börn voru rannsökuð og kom í ljós að þau sem vörðu tíma með ömmum og öfum voru ólíklegri til að glíma við tilfinninga- og hegðunarvandamál. Er samband við ömmur og afa sérstaklega mikilvægt þegar skilnaður er annars vegar. 

Ann Buchanan stendur að rannsókninni og vill hún efla vitund fólks um hversu mikilvægu hlutverki ömmur og afar gegna þegar kemur að velferð barnabarna þeirra. Ömmu- og afahlutverkin eru þó ólík. Segir Buchanan að ömmur séu meira í umönnunarhlutverkinu á meðan afar einbeiti sér að tómstundastarfi með barnabörnum og því að leiðbeina þeim. 

Ömmur og afar eru nauðsynleg.
Ömmur og afar eru nauðsynleg. mbl.is/colourbox.dk
mbl.is