Nýskilin en getur ekki beðið eftir að fjölga sér

Travis Scott, Stormi Webster og Kylie Jenner. Jenner hefur áhuga …
Travis Scott, Stormi Webster og Kylie Jenner. Jenner hefur áhuga á að stækka fjölskyldu sína en líklega ekki með Travis Scott. AFP

Raunveruleikastjarnan og snyrtivörumógúllinn, Kylie Jenner, er nýskilin við barnsföður sinn Travis Scott. Hún leyfði fylgjendum sínum á Instagram að spyrja sig spjörunum úr um helgina og hafði aðallega áhuga á að svara spurningum um dóttur sína Stormi, sem fæddist í febrúar árið 2018. 

„Ég get ekki beðið eftir því að eignast fleiri börn en er ekki alveg tilbúin,“ svaraði Jenner á Instagram þegar hún var spurð hvort hún væri með fleiri börn á teikniborðinu að því er fram kemur á vef Cosmopolitan. 

Jenner var einnig spurð út í hvað væri í uppáhaldi hjá henni við meðgönguna. Sagði hún að það væri ekkert sérstakara en að finna barnið hreyfa sig og stækka. Hún greindi einnig frá því að hún hefði verið að íhuga nafnið Rose fyrir dóttur sína. 

mbl.is