Féll í yfirlið þegar fimmta barnið kom í heiminn

Gordon Ramsay og sonurinn Oscar sem kom í heiminn með …
Gordon Ramsay og sonurinn Oscar sem kom í heiminn með látum í apríl. Skjáskot/Instagram

Stjörnukokkurinn Gordon Ramsay eignaðist sitt fimmta barn með eiginkonu sinni Tönu í apríl. Það mætti halda að Ramsay væri öllu vanur þegar kemur að fæðingum en svo er ekki. Var þetta í fyrsta skipti sem hann var viðstaddur sjálfa fæðinguna. 

Ramsay sagði í spjallþætti Jonathan Ross á dögunum að eiginkona hans hefði ekki viljað hann inn á fæðingarstofuna áður. Eftir meira en 20 ár saman var hún greinilega tilbúin að leyfa honum að halda í hönd sína en Ramsay átti þó bágt með sig. 

Hinn 52 ára gamli stjörnukokkur sagði að það hefði liðið yfir hann, eitthvað sem hefði ekki gerst áður. 

„Ed Sheeran var að spila, ég sett Ed á til þess að róa alla. Ég setti Ed á og ég féll í yfirlið. Það leið yfir mig eins og fávita,“ sagði Ramsay. 

Leið yfir hann þegar sonur hans var að koma í heiminn. Sem betur fer fyrir kokkinn sem er þekktur fyrir mikla hörku í eldhúsinu greip hjúkrunarfræðingur hann. 

mbl.is