Tvítugur sonurinn alveg eins og mamma hans

Helena Christensen og sonurinn Mingus Lucien Reedus.
Helena Christensen og sonurinn Mingus Lucien Reedus. Skjáskot/Instagram

Danska ofurfyrirsætan Helena Christensen og bandaríski leikarinn Norman Reedus óskuðu syni sínum til hamingju með tvítugsafmælið á sunnudaginn. Sonurinn Mingus Lucien er afar líkur mömmu sinni og virðist líkjast ofurfyrirsætunni töluvert meira en föður sínum. 

Christensen og Reedus voru saman á árunum 1998 til 2003 og eignuðust saman Mingus Lucien. Foreldrunum kemur vel saman þrátt fyrir að vera ekki saman. Birti Christensen meðal annars myndir af syni sínum með föður sínum. Er nokkuð ljóst að sonurinn hefur fengið kinnbeinin og brosið frá móður sinni. 

View this post on Instagram

Today is a beautiful day because you were born, 20 years ago! Love you so much ♥️

A post shared by Helena (@helenachristensen) on Oct 13, 2019 at 3:11pm PDTView this post on Instagram

Happy birthday to the coolest of all time ❤️

A post shared by norman reedus (@bigbaldhead) on Oct 13, 2019 at 7:25am PDTmbl.is