Eignuðust aftur son 17 mánuðum síðar

Evan Spiegel og Miranda Kerr eignuðust sitt annað barn á ...
Evan Spiegel og Miranda Kerr eignuðust sitt annað barn á dögunum. AFP

Ofurfyrirsætan Miranda Kerr og Snapchat-stofnandinn Evan Spiegel eignuðust sitt annað barn á dögunum. Hjónunum fæddist drengur sem fékk nafnið Myles en þetta staðfestir fjölmiðlafulltrúi Kerr auk þess sem Kerr birti tilkynningu á Instagram. 

Kerr og Spiegel giftu sig í maí 2017 og eignuðust sitt fyrsta barn saman, soninn Hart, ári seinna. Sonurinn Hart er aðeins 17 mánaða svo það verður nóg að gera á heimili þeirra Kerr og Spiegel með tvö ungabörn. Að auki á Kerr soninn Flynn sem er átta ára með leikaranum Orlando Bloom. 

„Við erum himinlifandi með komu Myles og erum þakklát fyrir öll fallegu orðin og hamingjuóskirnar á þessum sérstaka tíma. Við gætum ekki verið spenntari að bjóða fallega son okkar velkominn í fjölskyldu okkar,“ skrifaði Kerr á Instagram. 

View this post on Instagram

✨ We are overjoyed at the arrival of Myles and so appreciate everyone's kind words and wishes during this special time. We couldn't be more excited to welcome our beautiful son into our family. ✨

A post shared by Miranda (@mirandakerr) on Oct 15, 2019 at 4:41pm PDTmbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu