Eignuðust aftur son 17 mánuðum síðar

Evan Spiegel og Miranda Kerr eignuðust sitt annað barn á …
Evan Spiegel og Miranda Kerr eignuðust sitt annað barn á dögunum. AFP

Ofurfyrirsætan Miranda Kerr og Snapchat-stofnandinn Evan Spiegel eignuðust sitt annað barn á dögunum. Hjónunum fæddist drengur sem fékk nafnið Myles en þetta staðfestir fjölmiðlafulltrúi Kerr auk þess sem Kerr birti tilkynningu á Instagram. 

Kerr og Spiegel giftu sig í maí 2017 og eignuðust sitt fyrsta barn saman, soninn Hart, ári seinna. Sonurinn Hart er aðeins 17 mánaða svo það verður nóg að gera á heimili þeirra Kerr og Spiegel með tvö ungabörn. Að auki á Kerr soninn Flynn sem er átta ára með leikaranum Orlando Bloom. 

„Við erum himinlifandi með komu Myles og erum þakklát fyrir öll fallegu orðin og hamingjuóskirnar á þessum sérstaka tíma. Við gætum ekki verið spenntari að bjóða fallega son okkar velkominn í fjölskyldu okkar,“ skrifaði Kerr á Instagram. mbl.is