Missti næstum af fæðingu dóttur sinnar

Jason Momoa og Lisa Bonet eiga tvö börn saman.
Jason Momoa og Lisa Bonet eiga tvö börn saman. AFP

Leikarinn Jason Momoa upplifði næstum því versta draum allra verðandi feðra árið 2007. Hann átti þá von á sínu fyrsta barni með kærustunni sinni Lisu Bonet. Bonet var komin á steypinn en Momoa var í Kanada við kvikmyndatökur. 

Snemma morguns missti Bonet vatnið og hringdi í Momoa. Nema það að Momoa svaraði ekki símanum. „Ég missti af 70 símtölum. Þannig að þegar ég vaknaði fríkaði ég út,“ segir Momoa í viðtali við Esquire

Momoa dreif sig út á flugvöll og fyrir einskæra heppni náði hann síðasta sætinu í flugvélinni. „Ég kom veltandi út úr vélinni og hljóp í gegnum flugstöðina eins og rándýr. Ég hleyp út úr flugstöðinni og upp í leigubíl og segi bara „Gaur, mér er alveg sama, farðu yfir á öllum ljósum ég skal borga allt“,“ sagði Momoa. 

Hann náði í tæka tíð á fæðingardeildina til að bjóða dóttur sína, Lolu Iolani, velkomna í heiminn. Hann segir að börnin séu honum allt. Ári síðar eignuðust þau Bonet son sinn, Nakoa-Wolf. 

„Ég get ekki sagt þér hvað í fjandanum ég var að gera áður en ég eignaðist börn. Bara eitthvað að þvælast. Eyða tíma. Ég held ég hafi verið frekar sinnulaus og klárlega pínu stjórnlaus. Núna er ég einbeittari. Ég elska mig sjálfan örugglega meira og hugsa betur um mig þar sem ég vil geta verið til staðar,“ sagði Momoa.

mbl.is