Á von á tíunda barninu 37 ára

Keke Wyatt greindi frá gleðitíðindum sínum á Instgram.
Keke Wyatt greindi frá gleðitíðindum sínum á Instgram. skjáskot/Instagram

Bandaríska tónlistarkonan Keke Wyatt er frjósamari en margar konur og á hún enn og aftur von á barni. Er þetta tíunda barn hennar en aðeins fyrsta barn núverandi eiginmanns hennar, Zackariah Darring. Það verður að segjast að oftar er þessu akkúrat öfugt farið, það er að segja að maðurinn eigi mörg börn en konan ekki. 

Wyatt er fædd árið 1982 og er því aðeins 37 ára þrátt fyrir að vera margra barna móðir. Hún á nokkur hjónabönd að baki en þrátt fyrir það er aðeins eitt af þessum tíu börnum stjúpbarn hennar. Wyatt þurfti að fæða sjöunda barn sitt andvana fyrir um tíu árum. 

Þrátt fyrir allar meðgöngurnar og barnafjöldann heldur Wyatt áfram að vinna að list sinni. Wyatt sem er kristin segir börnin bara hvetja sig áfram og segir börn ekki koma í veg fyrir starfsferil. Hún segir lífið geta verið erfitt á köflum en vegna ástríðu sinnar er ekkert mál að finna jafnvægi. 

mbl.is