Báðar óléttar eftir Lil Wayne og urðu vinkonur

Þær Nivea og Lauren London eiga börn með Lil Wayne …
Þær Nivea og Lauren London eiga börn með Lil Wayne með tæplega tveggja mánaða millibili. skjáskot/Instagram

Fyrir tíu árum var söngkonan Nivea ólétt eftir Lil Wayne en þau voru þá þegar trúlofuð. Þegar þau trúlofuðu sig vissi Nivea að útvarpskonan Sarah Vivian ætti von á barni með Wayne. Það sem hún vissi þó ekki þegar hún varð ólétt ári seinna var að leikkonan Lauren London átti einnig von á barni með Lil Wayne. 

Nivea segir í viðtali við VLADTV sem sjá má hér að neðan að það hafði reynst henni of mikið þegar hún komst að því að London átti einnig von á barni með unnusta sínum. Barn London og Wayne fæddist 9. september 2009 en barn Niveu og Wayne fæddist í lok nóvember sama ár. 

Söngkonan greinir frá því að eftir að upp úr slitnaði milli hennar og Wayne hafi hún og London orðið góðar vinkonur. Þær náðu saman þær sem þær voru að ganga í gegnum svipaðar aðstæður. Móðir Niveu dó á svipuðum tíma og hjálpaði London henni í gegnum það. 

„En við vorum tvær manneskjur að ganga í gegnum eitthvað sem neyðarlegt á svipaðan hátt. Þetta var eiginlega bara, með hverjum gætir þú deilt þessari undarlegu og einstöku stöðu með?“

Lil Wayne á í dag fjögur börn en þrjú á þeim fæddust á tímabilinu október 2008 til nóvember 2009. Nivea segir allar barnsmæður Lil Wayne góðar vinkonur í dag enda koma börnin fyrst. 

mbl.is