Draugabarnið í rimlarúminu reyndist vera límmiði

Draugabarnið og sonur Ciblus.
Draugabarnið og sonur Ciblus. Skjáskot/Facebook

Maritza Ciblus var nýbúin að hátta 18 mánaða gamlan son sinn á föstudagskvöldið síðasta þegar hún sá eitthvað á eftirlitsmyndavélinni sem er yfir rimlarúmi hans. Við hliðina á sofandi syni hennar virtist liggja draugabarn. 

Ciblus fór inn í herbergi sonar síns og lýsti með vasaljósi í rimlarúmið og leitaði að draugnum en fann ekkert. Hún var andvaka um nóttina, sendi ættingjum og vinum myndina af skjánum og deildi henni í foreldrahópi á samfélagsmiðlum. Hún hugsaði með sér að það hlyti að vera rökrétt útskýring á draugabarninu en datt ekkert í hug. 

Morguninn eftir fékk hún svör við spurningum sínum. Svarið var einfaldlega límmiðinn á dýnunni. Þá hafði eiginmaður hennar gleymt að setja hlífðarlakið yfir dýnuna þegar hann skipti á rúminu og því var þetta í fyrsta skipti sem límmiðinn sást í gegnum lakið. Hún deildi reynslu sinni í færslu á Facebook og hefur hún fengið mikla athygli. 

mbl.is