Leynibarnið komið í heiminn

Shay Mitchell er orðin mamma.
Shay Mitchell er orðin mamma. AFP

Leikkonan Shay Mitchell eignaðist sitt fyrsta barn á dögunum, en það vakti mikla undrum í byrjun júlí þegar hún birti mynd af sér kasóléttri á Instagram. Þá var hún gengin rúmlega fimm mánuði á leið. 

Dóttirin kom í heiminn nú á dögunum og birtist mynd af fingrum hennar á Instagram í gær. Mitchell hefur verið mjög opinská um meðgönguna síðustu mánuði, eða eftir að hún tilkynnti um hana. 

Hún greindi frá því að hún hefði misst fóstur í byrjun árs og að það hafi tekið mikið á hana og kærasta hennar Matte Babel. Þau héldu einstaklega furðulega kynjaveislu þar sem í ljós kom að tilvonandi erfingi þeirra væri stúlka. Þau hafa einnig rætt opið um fæðinguna en Babel vildi að hún myndi fara í gegnum hana verkjalyfjalaust. Mitchell var þó ekki á þeim buxunum og sagðist ætla meta það eftir aðstæðum hvort hún vildi verkjalyf. 

View this post on Instagram

Never letting go...

A post shared by Shay Mitchell (@shaymitchell) on Oct 20, 2019 at 7:05pm PDTmbl.is