Fæðingin tók 33 tíma

Pretty Little Liars-stjanan Shay Mitchell var í 33 klukkustundir í …
Pretty Little Liars-stjanan Shay Mitchell var í 33 klukkustundir í fæðingu. skjáskot/Instagram

Fæðingin hjá leikkonunni Shay Mitcell tók 33 klukkustundir. Mitchell átti sitt fyrsta barn nú á dögunum og deilir fæðingarsögunni í nýju myndbandi á YouTube-rás sinni. 

Í myndbandinu deilir hún áhyggjum sínum stuttu eftir að hún missir vatnið en hún er hrædd um að eitthvað sé að. Hún segist hafa upplifað svipaða verki þegar hún missti fóstur í byrjun árs. Það var hinsvegar ekkert að og stúlkan kom heilbrigð í heiminn eftir 33 tíma.

Fæðingin gekk nokkuð brösulega fyrir sig og ákvað Mitchell að þiggja mænudeyfingu eftir tæpan sólarhring af hríðum. Barnsfaðir hennar Matte Babel hafði sett sig upp á móti því að hún myndi fá verkjalyf á meðan fæðingunni stóð meðal annars vegna þess að mamma hans fékk ekki mænudeyfingu þegar hún átti hann. 

Mitchell lét orð Babel sem vind um eyru þjóta og þáði deyfinguna. Dóttir þeirra kom svo í heiminn tíu tímum seinna. Í lok myndbandsins segir hún við myndavélina að hún hafi verið 99% spennt að hitta dóttur sína og 1% spennt að fá sér eitthvað að borða.

mbl.is