Stutt skólaganga barnastjörnu kemur í ljós

Hilary Duff hætti í venjulegum skóla átta ára.
Hilary Duff hætti í venjulegum skóla átta ára. AFP

Fyrrverandi barnastjarnan Hilary Duff byrjaði að vinna sem leikkona átta ára og á því ekki langan hefðbundinn skólaferil að baki. Þetta virðist vera að koma niður á Duff núna þegar hún þarf að hjálpa syni sínum að læra. 

Duff birti mynd af sér og sjö ára gömlum syni sínum Luca á Instagram með skólabækur hans fyrir framan sig. Leikkonan hrósar syni sínum en viðurkennir á sama tíma vanmátt sinn. 

„Heimavinna er ekkert grín strax í öðrum bekk. Ég hætti að ganga í „venjulegan“ skóla í þriðja bekk svo ég er eiginlega dauðadæmd,“ skrifaði Duff á Instagram. „Ég klóra mér sífellt í kollinum þegar ég skoða heimavinnuna hans og hræðist næsta ár!“

Duff hætti ekki alveg að læra átta ára en vann mikið og var í heimakennslu svo kennslubækurnar og kennsluaðferðirnar hafa vafalaust verið öðruvísi en hjá syni hennar. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert