Kenna syninum að standa á eigin fótum

Kelly Ripa og Mark Consuelos eiga þrjú börn.
Kelly Ripa og Mark Consuelos eiga þrjú börn. AFP

Leikkonan Kelly Ripa segir að hún og eiginmaður hennar Mark Consuelos séu að reyna að kenna syni sínum, hinum 22 ára gamla Michael, að standa á eigin fótum í New York. 

Michael er við nám í New York-borg um þessar mundir og grínaðist mamma hans með það í vitðali við Jimmy Kimmel Live að hann lifði í mikilli fátækt. „Hann býr í Brooklyn, í Bushwick. Hann elskar frelsið. Hann hatar að borga sína eigin leigu og er alltaf fátækur. Ég held hann hafi aldrei upplifað jafn mikla fátækt og nú,“ sagði Ripa. 

Ripa og Consuelos eiga þrjú börn saman, Michael er sá elsti og síðan eru það Lola 18 ára og Joaquin 16 ára. Árið 2016 þegar Michael hóf skólagöngu sína í háskólanum í New York skildu þau hann eftir í skólanum og sögðu honum að hann ætti að vera eins og aðrir krakkar. Hann ætti bara að koma heim þegar væri haustfrí eða hátíðir.

Hún segir Michael hafa átt erfitt með það og beðið um að fá að eyða helginni með foreldrum sínum seinna sama dag. Þegar dóttir þeirra Lola byrjaði hins vegar í skólanum sagðist hún ekki geta lofað því að koma heim yfir hátíðirnar. Hún hafi þó verið komin heim 12 tímum eftir að hún fór en Ripa og eiginmaður hennar vöknuðu við þakpartý einkadótturinnar um nóttina.

mbl.is