Sjaldséðir tvíburar Dion vekja lukku

Celine Dion á þrjá drengi.
Celine Dion á þrjá drengi. AFP

Tvíburadrengir söngkonunnar Celine Dion fögnuðu níu ára afmæli sínu á dögunum. Dion reynir að halda þeim fjarri sviðsljósinu en birti þó myndir af þeim á Instagram í tilefni afmælisins. 

„Tvöfaldur hlátur og tvöföld ást. Til hamingju með níu ára afmælið Nelson og Eddy! Ég er svo stolt af strákunum mínum,“ skrifaði Dion meðal annars og fékk góð viðbrögð frá aðdáendum sínum á Instagram. 

Faðir tvíburana og eiginmaður Dion, René Ang­elil, lést árið 2016. Hjónin glímdu við ófrjósemi og fóru þau í margar tæknifrjóvganir til þess að eignast börn sín. Þau eignuðust soninn René Charles árið 2001 og Dion var svo orðin 42 ára þegar tvíburarnir komu í heiminn í október 2010. View this post on Instagram

Des rires en double et deux fois plus d'amour. Bon 9e anniversaire, Nelson et Eddy ! Je suis tellement fière de mes garçons… – Je vous adore, Maman xx... . Double the laughter and double the love. Happy 9th Birthday, Nelson and Eddy! I’m so very proud of my boys. I love you! - Mom xx…

A post shared by Céline Dion (@celinedion) on Oct 23, 2019 at 10:30am PDT

mbl.is