Fór óvænt af stað 10 tímum eftir fæðingarsenu í Grey's

Sarah Drew í hlutverki sínu sem Dr. April Kepner í …
Sarah Drew í hlutverki sínu sem Dr. April Kepner í læknadramanu Grey's Anatomy. Ljósmynd/Imdb

Grey's Anatomy-stjarnan fyrrverandi Sarah Drew á dóttur á fimmta ári sem kom í heiminn mánuði fyrir tímann. Aðeins tíu tímum áður en Drew fór óvænt af stað lék hún í fæðingarsenu í læknadramanu. 

Í viðtali við People lýsir Drew þessari einkennilegu upplifun. Barn hennar í þáttunum dó í fangi hennar eftir fæðinguna en sem betur fer fór betur hjá Drew í alvörunni nokkrum tímum seinna. 

„Ég var ólétt af dóttur minni, Hönnuh, og ég fór reyndar of snemma af stað tíu klukkustundum eftir að við tókum þetta atriði. Hún fæddist mánuði of snemma og var í hitakassa í tvær vikur,“ sagði Drew um fæðingu dóttur sinnar. 

Þrátt fyrir að það sé fullkomlega í lagi með dóttur hennar segir hún það hafa verið undarlegt leika í þessu atriði stuttu áður en hún fæddi dóttur sína. Segir hún það alltaf taka tíma að jafna sig á svona dramatískum atriðum. 

mbl.is