Hefur áhyggjur af skíðaframa sonarins

Jessica Biel spændi niður brekkuna í æsku á skíðunum.
Jessica Biel spændi niður brekkuna í æsku á skíðunum. AFP

Leikkonan Jessica Biel er hrædd um að hún hafi látið son sinn prófa skíði of snemma. Sonur hennar og tónlistarmannsins Justin Timberlake, Silas, er fjögurra ára gamall og prófaði skíði nýlega. 

Biel segir að hann hafi ekki verið spenntur fyrir því og ekki skilið hvað hann væri að gera á skíðunum. Biel sjálf stundaði skíði mikið í æsku og var spennt að kynna son sinn fyrir íþróttinni. 

„Ég held við höfum reynt þetta of snemma,“ sagði leikkonan í viðtali í spjallþættinum Late Night With Seth Meyers í vikunni. Meyers sagði að hann hafi samt séð unga krakka njóta þess að skíða og Biel samsinnti því. „En ekki barnið mitt. Hann var bara „Hvað, hvað, hvað er þetta?“ og síðan setti ég hann í skíðin og hann bara „Í alvöru? Ég get ekki einu sinni hreyft mig?“ Hann var ekki spenntur fyrir þessu,“ sagði Biel. 

Hún hefur áhyggjur að þessi neikvæða upplifun muni fylgja honum og hann því ekki verða hrifinn af skíðunum fyrr en eftir mörg ár. „Mér finnst að ef maður á slæma fyrstu upplifun af einhverju getur það hamlað manni í áratug,“ sagði Biel.

mbl.is