Duff ráðleggur uppgefnum mömmum

Hilary Duff er uppgefin mamma þessa dagana.
Hilary Duff er uppgefin mamma þessa dagana. AFP

Leikkonan Hillary Duff deildi snilldar ráði fyrir uppgefnar mæður á Instagram nú á dögunum. Þetta hafði greinilega verið erfiður dagur hjá tveggja barna móðurinni og því ákvað hún að skola af dóttur sinni eftir kvöldmatinn í sundlauginni. 

„Ráð fyrir uppgefnar mæður: þegar barnið ykkar borðar eins og svín þá er gott að baða það í sundlauginni. Ekki á hverju kvöldi, bara af og til. Kannski tvisvar í mánuði, þá er þetta í lagi. Bara stutt sundlaugarbað. Til að taka þurran hummusinn í burtu,“ sagði Duff á meðan hún baðaði dóttur sína í sundlauginni. 

Þetta ráð er kannski ekki gott fyrir okkur sem erum ekki með sundlaug í garðinum, en fyrir þá sem búa svo vel að eiga heitan pott eða búa jafnvel í grennd við sundlaug er þetta frábært ráð.

Duff skolaði af stelpunni í lauginni.
Duff skolaði af stelpunni í lauginni. skjáskot/Instagram
Einfalt ráð fyrir uppgefnar mömmur sem eiga sundlaug.
Einfalt ráð fyrir uppgefnar mömmur sem eiga sundlaug. skjáskot/Instagram
mbl.is